140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

ráðherranefnd um breytingu á stjórn fiskveiða.

[15:06]
Horfa

Ólöf Nordal (S):

Virðulegi forseti. Er það alvanalegt að þegar ráðherranefndir eru skipaðar sitji sá ráðherra sem fer með málaflokkinn ekki í nefndinni? Eru það eðlileg vinnubrögð?

Hér kemur fram að nefndin sé skipuð á grundvelli nýju stjórnarráðslaganna. Þetta er væntanlega formleg nefnd. Hún hlýtur þá að hafa fengið skýr tilmæli af hálfu ríkisstjórnarinnar. Er hægt að birta þau tilmæli eða það erindisbréf sem ætti að fylgja slíkri nefnd? Hefur það verið birt? Stendur til að birta það eða eru einhverjar bókanir eða annað sem fylgja skipun nefndarinnar sem komið hafa fram, leiðbeiningar af hálfu ríkisstjórnarinnar? Ég held að það sé alveg bráðnauðsynlegt að það komi nákvæmlega fram hvað það er sem þessari nefnd er ætlað að gera og hvaða leiðbeiningar hún hefur fengið í störfum sínum, ekki síst vegna þess að hæstv. sjávarútvegsráðherra sem fer með málaflokkinn er ekki í nefndinni.