140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:31]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka röggsama stjórn þó að tilkynningar um þá sem ætla að koma upp til atkvæðaskýringa séu dálítið misvísandi.

Ég vil af því tilefni að þessi liður er borinn sérstaklega upp til atkvæða lýsa yfir ánægju með þá viðleitni sem hér kemur fram til að mæta þeirri stefnumörkun um ferðasjóð Íþróttasambands Íslands sem sett var af fyrrverandi menntamálaráðherra og þeirri ríkisstjórn sem þá var við völd. Þarna er verið að bæta í og nálgast þau markmið sem sett voru í samningum á milli ríkisins og íþróttasamtakanna í landinu. Þó svo við séum ekki að ná þessu að fullu er þetta vissulega skref í rétta átt og ber að fagna þeirri viðleitni sem meiri hluti fjárlaganefndar sýnir í þessu efni.