140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:48]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég kalla þessa tillögu okkar hv. þm. Þórs Saaris til 3. umr., með þeim skilaboðum til fjárlaganefndar að hún skoði hvort ekki sé ástæða til að lækka ríkisframlag til núverandi stjórnmálaflokka og líka hvort ekki sé ástæða til að greiða núverandi stjórnmálaflokkum og þeim flokkum sem bjóða fram í næstu kosningum sömu upphæð þannig að tryggt verði að næstu kosningar verði lýðræðislegar.