140. löggjafarþing — 32. fundur,  6. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:41]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður ætti þá kannski að athuga og eyða smátíma í að kanna þá hvernig á málum er haldið í stað þess að koma með svona dylgjur. Þetta er einfaldlega ósatt, þetta er bara ósatt og þetta er bara lygi. Ég held að þingmaðurinn ætti þá að biðjast afsökunar á því einhvers staðar.

Ástæðan fyrir því að framsóknarmenn vilja ekki fjölga á þessum lista er sú að við teljum það ekki tímabært. Það var ákveðið að gera það ekki 2010, ekki 2011 og ég verð bara að segja, frú forseti, að það eru engin merki í þeim skrambans fjárlögum sem við fjöllum um hér að það sé eitthvað betra og skynsamlegra að gera það núna. Ég fæ ekki séð hvernig hv. þingmaður getur réttlætt það að skera niður í heilbrigðiskerfinu, velferðarkerfinu, loka jafnvel endurhæfingardeildum og slíkt en fjölga svo á listamannalaunum. Þetta er bara fáránlegt og þingmaðurinn skuldar okkur afsökunarbeiðni.