140. löggjafarþing — 32. fundur,  6. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:46]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að þingmaðurinn skuli virða það við mig eins og aðra þingmenn að mistök hafi orðið við skjalagerð, og vonandi sjá aðrir þingmenn að sér í umræðunni um þau mál. Við leggjum til að allur sá niðurskurður sem átti sér stað í fyrra og fór fram yfir 4,7% verði dreginn til baka, að á þessu ári komi til framkvæmda 1,5% niðurskurður en hann leggist jafnt á allar heilbrigðisstofnanir nema tekið verði til hinnar sérhæfðu þjónustu sem á sér stað innan Landspítalans og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.

Við erum að ganga langt en við teljum að þetta sé eina leiðin til að snúa við af þeirri braut sem ríkisstjórnin lagði af stað með varðandi niðurskurðinn og breytingar á velferðarkerfi þjóðarinnar. Ég lýsi yfir ánægju minni með það (Forseti hringir.) að hann muni taka vel í þessar tillögur.

Virðulegi forseti. Ég hef fengið upplýsingar um að breytingaskjalið verði leiðrétt innan skamms.