140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:03]
Horfa

Atli Gíslason (U) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Í þessum tillögum okkar hv. þm. Lilju Mósesdóttur forgangsröðum við í þágu velferðar. Við veljum velferð fram yfir útgjöld vegna ESB-umsóknar, við veljum velferð fram yfir óútfyllta tékka til ótilgreindra liða, ýmis framlög, við veljum velferð fram yfir aukin útgjöld til aðalskrifstofa ráðuneyta og þjónustu, við veljum velferð fram yfir sendiráðsútgjöld, við veljum mannúðarmál og neyðaraðstoð fram yfir svonefnda friðargæslu, við veljum velferð og að styðja og styrkja jafnréttismál fram yfir stjórnsýslu og eftirlitskostnað, við veljum sem sé norræna velferð og forgangsröðum í þágu hennar. Þeim útgjaldaauka sem leiðir af þessum tillögum er mætt með niðurskurði í þeim málaflokkum sem snerta ekki norræna velferð.