140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[18:27]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ég held að allir séu sammála um að við viljum sjá sjálfstætt og öflugt fjármálaeftirlit, en það veldur mér áhyggjum að þetta eftirlit sem sannarlega er vel haldið hefur ekki sinnt skyldu sinni. Ég vek athygli á því að þegar fjármálastofnanir eru í umsjón og vörslu hæstv. fjármálaráðherra þurfa þær ekki að fara eftir lögum. Ég vek líka athygli á því að Fjármálaeftirlitið sem á að sinna neytendavernd hefur ekki gert neinar athugasemdir við endurreikning erlendra lána. Bara til að menn átti sig á því hvaða samhengi við erum að tala um er íslenska bankakerfið 3% af því danska. Fjármálaeftirlitið er hins vegar 43% af því danska. Ef við skoðum launakjör stjórnarmanna í Fjármálaeftirlitinu erum við að tala um svipað og var í bönkunum fyrir hrun.

Virðulegi forseti. Ég held að það sé algjörlega ljóst að við þurfum að skoða þessi mál (Forseti hringir.) og menn eiga ekki að segja hér að þegar menn vilji gera það vilji þeir ekki öfugt fjármálaeftirlit eða skoða þau mál (Forseti hringir.) sem miður fóru fyrir hrun.