140. löggjafarþing — 37. fundur,  15. des. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[14:42]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Í tilefni af orðum hv. formanns efnahags- og viðskiptanefndar er rétt að taka fram að þeir vextir sem verið var að flytja úr landi og skattleggja voru vextir sem íslensk fyrirtæki greiddu til erlendra aðila og komu beint, vegna ákvæða í lánasamningum, til greiðslu hjá íslenskum aðilum aftur og hækkuðu vaxtakostnað hjá þeim sem latti fjárfestingu, minnkaði atvinnu og leiddi til þess að kostnaður fyrirtækjanna varð meiri.

Mér fannst nauðsynlegt að taka þetta fram hér vegna orða hv. þingmanns.