140. löggjafarþing — 43. fundur,  17. jan. 2012.

eftirlit Matvælastofnunar.

[13:51]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Hér er um meira að ræða en einföld mistök. Það hefur komið skýrt fram að það hefur verið skipuleg stefna hjá Matvælastofnun að hrófla ekki við hagsmunum söluaðila áburðar og salts. Ef það kemur við budduna á þeim má ekki hrófla við þeim heldur skal saltinu og áburðinum dreift áfram þangað til birgðirnar eru búnar. Þetta hefur gert það að verkum að stofnunin er algjörlega rúin trausti og mun ekki (JónG: … Það er ekki hægt að hlusta á þetta.) fá traust aftur með núverandi stjórnendur við völinn. Hér gjammar fram í hv. þm. Jón Gunnarsson og þá er rétt að það komi fram að þetta er arfleifð Sjálfstæðisflokksins, sá sem hylmdi yfir með áburðarsölu var hv. þm. Einar K. Guðfinnsson sem þá var landbúnaðarráðherra. [Háreysti í þingsal.] Það er bara staðreynd málsins, (Forseti hringir.) þetta er arfleifð Sjálfstæðisflokksins (Gripið fram í.) sem á fleiri sviðum (Forseti hringir.) en í Fjármálaeftirlitinu hefur beitt sér fyrir því að sérhagsmunir fái að halda peningunum en almannahagsmunir (Forseti hringir.) líði fyrir.