140. löggjafarþing — 43. fundur,  17. jan. 2012.

staðgöngumæðrun.

4. mál
[19:57]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Sé það skilningur flutningsmanna að svo sé hygg ég að það geti verið öllum að meinalausu að samþykkja þá breytingartillögu sem fram er komin og felur í sér að ráðherrann flytji skýrslu um málið og velferðarnefnd eða ráðherrann eftir atvikum geti þá flutt frumvarp í framhaldi af því. Ég þakka hv. þingmanni fyrir að undirstrika þann skilning að ekki sé verið að leggja neina skyldu á ráðherrann um að flytja mál þessa eðlis.