140. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[21:14]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í því máli sem hér um ræðir hefur ekki orðið neinn sá forsendubrestur sem réttlætir að fallið verði frá málinu. Engin slík beiðni hefur borist, hvorki frá saksóknara Alþingis né landsdómi. Landsdómur hefur hins vegar hafnað með úrskurði þeirri kröfu að vísa málinu frá í heild. Standa því eftir óhögguð fjögur atriði málshöfðunar af sex, fjögur veigamikil efnisatriði.

Því segi ég: Engin efnisleg rök standa til þess að fallið verði frá þessu máli og legg ég því til að tillagan verði samþykkt.