140. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[21:48]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég fagna því í sjálfu sér að forseti og flutningsmaður málsins skuli hafa fallist á skynsamleg rök í þessu efni um að málið fari hvorki til saksóknarnefndar né Þingvallanefndar sem orðin var umræða um í salnum. Það lýsir best fáránleika og hinum pólitíska grunni þeirrar tillögu sem hér er flutt að flutningsmaðurinn, þingreyndur maður, formaður næststærsta stjórnmálaflokksins, skuli hafa látið sér detta í hug að senda málið til umfjöllunar í nefnd sem ekki er til í þingsköpum.