140. löggjafarþing — 58. fundur,  16. feb. 2012.

varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum.

374. mál
[11:13]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Það er rétt að málið sem hér um ræðir er í grunninn gott mál, þ.e. hér er verið að ræða um fjármögnun verkefnis sem lýtur að hættumati vegna eldgosa sem er að sjálfsögðu hið jákvæðasta og besta mál. Ég undirritaði nefndarálitið með fyrirvara, ekki síst vegna þess að þarna var um að ræða svolítið klúðurslega lausn við afgreiðslu fjárveitinga til þessa verkefnis miðað við það sem manni hefði þótt eðlilegt. Engu að síður styð ég þetta mál.

Ég tek undir með hv. þm. Jóni Gunnarssyni, það er æskilegt að þetta mál verði skoðað í víðara samhengi. Þau sjónarmið hafa reyndar komið fram innan nefndarinnar en ég sé ekkert því til fyrirstöðu að nefndin ræði þetta mál milli umræðna til að fara betur í þann þátt.