140. löggjafarþing — 59. fundur,  21. feb. 2012.

vísun skýrslna Ríkisendurskoðunar til nefnda.

[13:30]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill tilkynna að með bréfum, dags. 15. og 16. febrúar sl., hefur forseti óskað eftir því við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, samanber ákvæði 8. töluliðar 1. mgr. 13. gr. þingskapa, að hún fjalli um tvær skýrslur Ríkisendurskoðunar, þ.e. um skuldbindandi samninga 6, mennta- og menningarmálaráðuneyti, og skuldbindandi samninga 7, umhverfisráðuneyti.

Þá hefur forseti með bréfi, dags. 16. febrúar, óskað eftir því við fjárlaganefnd, samanber ákvæði 3. mgr. 5. töluliðar 13. gr. þingskapa, að hún fjalli um skýrslu, ábendingu Ríkisendurskoðunar um skil, samþykktir og skráningu rekstraráætlana.