140. löggjafarþing — 60. fundur,  22. feb. 2012.

meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnarskipunarlaga.

6. mál
[15:51]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég tek undir það sem hér hefur verið sagt, það er rétt að endurskoða stjórnarskrána og það er rétt að gera það reglulega. Ég tek fram að ég tel að þjóðfundurinn sem var haldinn hafi tekist mjög vel. Ég var á þeim þjóðfundi, það var mjög athyglisvert og ég held að út úr honum hafi komið ágætisskilaboð sem við eigum að taka mark á.

Hins vegar er það sem fylgdi í kjölfarið klúður að mínu mati. Því miður sýnist mér að klúðrið eigi að halda áfram. Ég óttast að það verði lítið um breytingar á stjórnarskránni haldi áfram það klúður sem er í uppsiglingu og á greinilega að viðhalda. Þar af leiðandi get ég ekki stutt að þetta haldi áfram.