140. löggjafarþing — 63. fundur,  28. feb. 2012.

ráðstafanir til að lækka eldsneytisverð.

559. mál
[18:19]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil benda hinum hvumpna yfirmálfræðingi Samfylkingarinnar á að allar góðar ákvarðanir er hægt að endurskoða og það stendur einmitt á bls. á 2 í þessu ágæta frumvarpi, með leyfi forseta:

„Endurskoða þarf ákvörðun í ljósi reynslunnar og nýrra upplýsinga um þróun eldsneytisverðs næsta haust.“

Ég vona að þetta svari spurningunni.

(Forseti (ÁI): Forseti vill biðja hv. þingmenn að nota ávörp sem hefð er fyrir í þingsal.)