140. löggjafarþing — 64. fundur,  29. feb. 2012.

upplýsingaréttur um umhverfismál.

59. mál
[15:42]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég tek undir beiðni um að þetta mál komi til nefndar milli umræðna og fagna því að formaður nefndarinnar hafi tekið vel í það. Ég tek undir með hv. þm. Sigurði Inga Jóhannssyni um að fá samtök sveitarfélaga til að koma fyrir nefndina. Við framsóknarmenn munum því í þeirri trú að þetta mál verði skoðað betur sitja hjá við atkvæðagreiðslur í þessari umræðu en áskiljum okkur allan rétt til að skoða málið betur við 3. umr.