140. löggjafarþing — 68. fundur,  12. mars 2012.

gjaldeyrismál.

608. mál
[18:11]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður talar um upptöku evrunnar sem lausn á gjaldmiðilskreppunni en ekkert um það hvernig við eigum að afla gjaldeyris eða hvar við eigum að fá allar evrurnar sem við þurfum til að skipta þeim froðueignum sem heita hér aflandskrónur og eignum sem munu verða greiddar út úr þrotabúunum. Hvað ætlar Samfylkingin að gera þegar við skiptum yfir í evru? Á að vera mismunandi skiptigengi? Ef ekki, hvar ætlar Samfylkingin að fá allar evrurnar sem við þurfum til að geta látið þessar eignir fara úr íslenskum krónum yfir í evrur?