140. löggjafarþing — 71. fundur,  13. mars 2012.

netfærsla af nefndarfundi.

[14:32]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti hefur þegar lýst því yfir að hv. þingmaður braut þingsköp samkvæmt 19. gr. við þessa færslu sína en forseti hefur gefið þingmanninum færi á að koma hér upp undir liðnum fundarstjórn. (Gripið fram í: … upp sakir?) Forseti hafði ekki hugsað sér að leyfa umræðu um málefni sem rædd voru undir fyrri … (Gripið fram í.) Forseti heimilar hv. 7. þm. Reykv. n. Pétri H. Blöndal að taka til máls um fundarstjórn forseta. Síðan hefst hin sérstaka umræðu.