140. löggjafarþing — 77. fundur,  27. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[14:36]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Það að leita ráða hjá einhverjum, tala við fólk, vera í pólitík og spyrja þjóðina kalla ég samráð. Ég kalla það ekki að leita leyfis, ég tel það mér ekki til minnkunar að leita til fólks um ráð þannig að ég tel spurninguna varla svaraverða. Ég ætla samt að reyna.

Við erum að fara með það í samráð við þjóðina hvort hún telji þetta frumvarp vera þannig að við eigum að vinna að því áfram á Alþingi í þrem umræðum eins og lög gera ráð fyrir. Þetta hefur verið sagt mjög oft.