140. löggjafarþing — 79. fundur,  28. mars 2012.

stjórn fiskveiða.

657. mál
[17:14]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Nú er það svo að í frumvarpinu er að finna reiknireglu og hv. þingmaður gerði talsvert að umtalsefni í ræðu sinni veiðigjaldið og rentuna. Í fyrirliggjandi frumvarpi er miðað við 8% í útgerðinni og 10% í fiskvinnslunni þegar fundið er út hvað sé hæfileg arðsemi í greininni áður en til skattlagningar kemur. Telur hv. þingmaður í fyrsta lagi að 70% af því sem út af stendur geti talist hóflegt veiðigjald, eins og rætt var um í skýrslu auðlindanefndar frá árinu 2000, sem sátt geti tekist um? Í annan stað, er það rétt hjá mér að hv. þingmaður láti sér það í réttu rúmi liggja ef einstakar útgerðir eru skuldsettar umfram þessa almennu viðmiðun og þær verði einfaldlega gjaldþrota (Forseti hringir.) vegna gjaldsins?