140. löggjafarþing — 79. fundur,  29. mars 2012.

stjórn fiskveiða.

657. mál
[02:06]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég veit ekki af hverju orðið yfirlæti kemur mér hér fyrst í hug, (Gripið fram í.) það er mér fyrir hugskotssjónum eftir ræðu síðasta hv. þingmanns.

Vegna ræðu hæstv. ráðherra er það alveg rétt að málið mun koma aftur til umræðu, algjörlega er ég sammála hæstv. ráðherra með það. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að við 1. umr. máls hefur ráðherrann sem ber ábyrgð á málinu og ber það uppi tækifæri til að svara fyrir það. Fyrir okkur þingmenn er það tækifærið sem við höfum til að eiga milliliðalaust samtal við þennan ágæta ráðherra.

Veit hæstv. forseta hvort það liggur fyrir hvenær hæstv. sjávarútvegsráðherra er væntanlegur heim? Ég lýsi mig reiðubúna að fresta þessari umræðu þangað til hann er kominn og við getum þá tekið hana um leið og hann lendir. Það er mikilvægt að taka þessa umræðu við þann ráðherra sem (Forseti hringir.) ber ábyrgð á málaflokknum.