140. löggjafarþing — 80. fundur,  29. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[20:36]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta stjórnsk.- og eftirln. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er athyglisvert að stjórnarliðið komi hingað upp undir liðnum um fundarstjórn forseta og tali um fundarstjórn forseta vegna þess að klukkan er einungis hálfníu að kvöldi. Þessir sömu stjórnarliðar höfðu ekki áhyggjur af því þó að þingmenn töluðu til klukkan hálffjögur í nótt og höfðu hvorki áhyggjur af atkvæðagreiðslu né viðveru í húsinu. En þetta er athyglisvert og ég tek undir þau orð síðasta ræðumanni að hér er farið að gæta mikillar taugaveiklunar. Það er alveg sjálfsagt mál og ég skora á forseta þingsins að upplýsa hvenær þessum fundi verði lokið en mér skilst að mælendaskrá sé löng og mig langar til að forseti staðfesti það.