140. löggjafarþing — 81. fundur,  30. mars 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[11:02]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Hér er mikið og stórt mál á ferðinni sem ég hygg að eigi eftir að vinna í raun og veru nánast frá grunni á Alþingi þegar það gengur til nefndar. Það er mjög miður að ráðherrann skyldi ekki hafa haldið þannig á málinu að leita samráðs meðal annars við hagsmunaaðila í greininni. Ég vil inna hæstv. ráðherra eftir því hvers vegna ekki var í undirbúningi að gerð frumvarpsins leitað víðtæks samráðs eins og jafnan hefur verið reglan í fortíðinni, samanber til dæmis skýrslu auðlindanefndarinnar og fyrri frumvörp um sama efni.

Loks vil ég inna ráðherrann eftir því hvers vegna frumvarpið er lagt fram á Alþingi þrátt fyrir að eftir að frumvarpið var tilbúið hafi þeir aðilar sem fengu það til umsagnar, þá vísa ég til Daða Más Kristóferssonar (Forseti hringir.) og Þórodds Bjarnasonar, tekið þar fram að skuldsettari útgerðir mundu ekki lifa slíka lagasetningu af.