140. löggjafarþing — 84. fundur,  17. apr. 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[23:53]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Þetta er ekki hringavitleysa, þetta er hringekja. Efnahagsmálin heyra undir forsætisráðherrann núna, það er verið að taka þau frá honum en samt á hann að halda þeim. Mér finnst þetta ómarkvisst og stefnulaust eins og mjög margt annað.

Varðandi vitringana þrjá eða vitringaráð yfirleitt hefði mér þótt eðlilegt að í þessari þingsályktunartillögu væri það nákvæmlega skilgreint og þá að skandinavískri hugmynd þar sem til dæmis bæði ríkisstjórn og stjórnarandstaða kæmu að tilnefningu þessara manna og ráðgjöfin væri eins hlutlaus og hægt er. Það eru nefnilega til mjög pólitískir hagfræðingar, sumir segja að það tilheyri náminu.

Ég þekki ekki hvernig þetta er núna í Þýskalandi en mér er kunnugt um að þar hafi lengi vel verið svona vitringaráð og ég hef grun um að það sé enn þá en ég veit það ekki til að ég segja það hérna í þessum ræðustól.