140. löggjafarþing — 89. fundur,  26. apr. 2012.

utanríkis- og alþjóðamál.

761. mál
[11:59]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég og hv. þingmaður höfum oft tekið orðaglímu um þessi mál. Nú er reynslan farin að koma á þetta og ég fær ekki betur séð en þetta gangi ákaflega vel. Hingað streyma nú fulltrúar erlendra ríkja sem hafa her og sjóheri og hver einasti þeirra, hvort heldur eru Rússar, Bandaríkjamenn, Þjóðverjar eða Frakkar, ljúka miklu lofsorði á hvernig þessi tengsl hafa tekist og hvernig okkur hefur tekist að ráðast í þessar breytingar. Eins og hv. þingmaður veit eru þær ekki að fullu fram gengnar en hv. þingmaður veit jafn vel og ég að fulltrúar þessara nánustu samstarfsríkja okkar á sviði öryggis- og varnarmála hafa bara lokið lofsorði á það með hvaða hætti framkvæmd þessara breytinga hefur verið. Það er staðreyndin.