140. löggjafarþing — 93. fundur,  3. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[00:39]
Horfa

Lúðvík Geirsson (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég er alveg sammála hv. þm. Pétri Blöndal um það að hlutverk okkar er og hlýtur að vera að draga lærdóma af hruninu og afleiðingum þess, ekki síst orsökum. Ég held að ein af orsökunum hafi verið vanmáttugt stjórnkerfi vegna þess að einingarnar eru of litlar. Það hefur komið skýrt fram og ágætur þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ásbjörn Óttarsson, tók það mál sérstaklega til umfjöllunar hérna fyrr í kvöld að mikilvægt er að byggja upp sterkar og öflugar stjórnsýslueiningar innan ráðuneytanna þannig að við höfum þekkingu og getu til að hafa bæði aðhald og eftirlit með því sem er í gangi í samfélaginu, ekki síst til að bregðast við þeirri stöðu sem kemur upp hverju sinni.