140. löggjafarþing — 93. fundur,  3. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[00:42]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Mér þykir rétt að spyrja á þessum tímapunkti, þegar klukkan er rétt að verða eitt, hversu lengi hæstv. forseti hyggst halda þessum fundi áfram.

Til að rifja það upp voru greidd atkvæði fyrr í dag um að fundur mætti standa lengur en þingsköp segja til um, en það var ekki tímasett, frú forseti.

Nú vek ég athygli hæstv. forseta á því að það eru nefndarfundir snemma í fyrramálið og fyrirætlanir hæstv. forseta eru þær að til stendur að hafa jafnvel kvöldfund á morgun. Þess vegna vil ég spyrja hæstv. forseti, með tilliti til þess að við erum að ræða um stjórnsýsluna og bætt vinnubrögð og við erum að tala um að nú þurfi að vanda vel til verka, hvort leiðin til þess sé að vera með fund fram á nótt. Ég spyr, frú forseti: Hversu lengi mun þessi fundur standa?