140. löggjafarþing — 93. fundur,  3. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[00:45]
Horfa

Frsm. minni hluta stjórnsk.- og eftirln. (Birgir Ármannsson) (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Hæstv. forseti verður að sæta því að fá sömu spurninguna aftur og aftur meðan ekki koma svör við þeirri spurningu sem hér hefur verið borin fram. Við veltum því auðvitað fyrir okkur, þingmenn, hvernig við eigum að skipuleggja vinnu okkar í nótt og í fyrramálið og örlítið gleggri upplýsingar um það mundu óneitanlega hjálpa okkur í þeim efnum, t.d. hvort forseti hyggst halda þingfundi áfram í hálfa klukkustund, tvo tíma, þrjá tíma, fjóra tíma, fimm tíma. Við vitum þetta ekki á þessari stundu og ég held að það sé engin ósvífni eða of mikil tilætlunarsemi af hálfu okkar hv. þingmanna þó að við spyrjum hæstv. forseta hvort hún geti gefið okkur aðeins gleggri mynd af því hvaða áætlanir eru í gangi en þegar hefur komið fram.