140. löggjafarþing — 94. fundur,  3. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[20:32]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Við í stjórnarandstöðunni, þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, erum sökuð um málþóf í þessari umræðu af hálfu þingmanna ríkisstjórnarflokkanna og hæstv. ráðherrum. Komið hefur fram að við höfum gert hæstv. ríkisstjórn og þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna tilboð um að koma á dagskrá 15 málum sem við teljum að séu brýn hagsmunamál í þágu þjóðarinnar og sem þurfa að komast til vinnu til nefnda fyrir nefndadaga í næstu viku. Tilboði okkar hefur verið hafnað um að fresta umræðu um þetta mál og greiða fyrir þessum mikilvægu málum, leggja þetta ágreiningsmál til hliðar og hefja síðan umræðu um það að nýju. Ég tel, virðulegi forseti, að það sé eðlileg krafa af okkar hálfu að hæstv. forsætisráðherra komi hingað og geri grein fyrir því af hverju (Forseti hringir.) hún þiggur ekki þetta sáttatilboð okkar þingmanna úr (Forseti hringir.) stjórnarandstöðunni.