140. löggjafarþing — 94. fundur,  4. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[00:04]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er algjörlega óviðeigandi hvernig hæstv. forsætisráðherra og nú síðast hv. þm. Björn Valur Gíslason tala. Það er nauðsynlegt að virðulegur forseti taki af allan vafa um hver fari með dagskrárvald í þinginu. Hv. þm. Björn Valur Gíslason steytti reyndar ekki hnefann framan í þingheim eins og hæstv. forsætisráðherra eða brýndi raust, en hann talaði eins og sú ákvörðun lægi fyrir að tala langt inn í nóttina og sagði að það væri nauðsynlegt að hæstv. forseti gerði okkur grein fyrir því. Ég tek undir það. En hann talaði eins og sú ákvörðun lægi fyrir.

Ég vil biðja hæstv. forseta að gera okkur grein fyrir því hvort þetta sé rétt (Forseti hringir.) skilið hjá mér. Það er algjörlega óviðeigandi að (Forseti hringir.) stjórnarþingmenn og hæstv. ráðherrar virðast tala eins og þeir fari með dagskrárvald í þinginu.