140. löggjafarþing — 97. fundur,  10. maí 2012.

sjúkratryggingar og lyfjalög.

256. mál
[11:22]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Í þessu frumvarpi og þessari breytingartillögu er mikil tilvísun í reglugerðir. Öll uppbygging laganna byggir á reglugerð sem ráðherra ákveður. Mér finnst mjög varasamt að Alþingi framselji vald með þessum hætti. Alþingi hefur löggjafarvaldið. Auk þess vildi ég geta þess aftur að börn eru höfð sem séreinstaklingar í fjölskyldunni. Það hefði átt að hafa börnin með öðru hvoru foreldranna. Þá hefði þetta orðið miklu réttlátara og jafnara. Sú hugmynd var í gangi einu sinni en menn hafa af einhverjum ástæðum fallið frá henni. Það er mjög einfalt að gera það. Það kann að vera að það þurfi að hækka mörkin eilítið en það er miklu réttlátara, sérstaklega fyrir barnafólk.