140. löggjafarþing — 97. fundur,  10. maí 2012.

ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 85/2011 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn.

539. mál
[22:12]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Nú renna í gegn tilskipanir Evrópska efnahagssvæðisins á færibandi klukkan korter yfir tíu að kvöldi og allar mjög afdrifaríkar. Ég vona að hv. utanríkismálanefnd hafi farið mjög vandlega yfir öll þessi mál. Í nefndaráliti um þessa þingsályktunartillögu kemur fram að þetta muni hafa óverulegan kostnað fyrir ríkissjóð en valdi kostnaði hjá sveitarfélögum og ekki var talað um kostnaðinn sem þetta gæti valdið hjá fyrirtækjum og einstaklingum.

Ég vil spyrja hv. þingmann, framsögumann málsins, hvort nefndin hafi kannað hvaða kostnaði þetta veldur sveitarfélögum í fyrsta lagi, fyrirtækjum í öðru lagi og heimilum í þriðja lagi. Heimilin eru ekki það vel stödd eða fyrirtækin í landinu.