140. löggjafarþing — 98. fundur,  11. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[11:29]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við á Alþingi og framkvæmdarvaldið höfum gert miklar kröfur til stofnana í samfélaginu til að hagræða og sameinast. Við höfum jafnvel lagt niður stofnanir. Við hljótum að gera sömu kröfur til stjórnsýslunnar í þessu efni, að hún hagræði á tímum sem þessum og (Gripið fram í.) sameinist um verkefni, geri stjórnsýsluna einfaldari og færi hana nær (Gripið fram í.) fólkinu. Það erum við að gera með þessu.

Sú var tíðin að hægri menn hrópuðu á torgum að báknið ætti að fara burt. Nú skal það kjurt.

Ég segi já, að sjálfsögðu.