140. löggjafarþing — 100. fundur,  16. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[20:19]
Horfa

Magnús M. Norðdahl (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Kærar þakkir fyrir þessa athugasemd. Hún endurspeglar nákvæmlega tilganginn með því hvers vegna þingmenn kveðja sér nú hljóðs til að ræða fundarstjórn forseta. Þeir vita það sjálfir að fyrir liggur samkomulag hvernig umræðan á að fara fram, en til að lengja tímann svolítið, dreifa athyglinni frá því sem skiptir máli fara menn að ræða um hvort við eigum ekki að fara að gera eitthvað annað en þeir eru nýbúnir að semja um.

Ég held að þjóðinni allri sé nokkuð ljóst hvað á sér stað. Hún vill fá niðurstöðu og lok. Við erum svolítið að þvælast fyrir í því. Ég hef ekki á móti góðri og málefnalegri umræðu. Við skulum eiga slíka umræðu en við skulum líka vera sjálfum okkur samkvæm.