140. löggjafarþing — 105. fundur,  22. maí 2012.

beiðni um skýrslu.

[14:10]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka virðulegum forseta fyrir að hafa brugðist við með þessum hætti en vil þó vekja athygli á því að að sama skapi bað ég um þessa skýrslu eins og aðrir hv. þingmenn til að hægt sé að ræða þetta í þinginu. En ef svo ólíklega vill til að áætlunin nái fram að ganga þá koma þessar skýrslur fram þegar þinginu er að ljúka. Skyldi það vera tilviljun, virðulegi forseti?

Hér er ekki um nein smámál að ræða, annars vegar áhrif einfaldara skattkerfis og hins vegar áhrif lækkunar höfuðstóls húsnæðislána. Er það tilviljun að hæstv. ríkisstjórn, sem er með allt niður um sig í flestum málum, ætli ekki að koma fram með þessar skýrslur fyrr en þingmenn eru á leiðinni heim? Skyldi það vera tilviljun, virðulegi forseti?