140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[12:25]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Forseti. Því miður hefur sá þingmaður sem hvað harðast hefur barist gegn því að fá stjórnarskrána í þjóðaratkvæði stolið athyglinni á þetta mikilsverða mál með kröfu um að við þingmenn fremjum lögbrot með því að tvinna saman í atkvæðaseðil um stjórnarskrána kröfu um þjóðaratkvæði um áframhald á ESB-aðildarviðræðum eður ei. Ég set mig ekki á móti því að kosið verði um það sérstaklega en mér finnst sorglegt að þingmaðurinn hafi ekki gengið frá þessari breytingartillögu á þann máta að hægt verði að taka afstöðu til hennar. Hættum að láta umræðuna um nýja stjórnarskrá fjalla um allt annað en hana. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)

Ég segi nei.