140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

373. mál
[17:55]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég á erfitt með að átta mig á þessari stöðu vegna þess að IPA-styrkir eru veittir umsóknarríkjum til þess að standa undir kostnaði við aðlögun. Frá árinu 1994 hafa öll þau ríki sem sótt hafa um aðild að Evrópusambandinu notið styrkja sem þessara til að undirbúa sig undir aðild. Það hefur verið litið á þessa styrki, og það kemur fram m.a. í nefndaráliti 2. minni hluta sem lagt er fram hérna í dag, sem tæki til að koma ár ESB fyrir borð. Við heyrum það í umræðunni hér að þannig líta flestallir á þessa styrki.

Er hv. þingmaður ekki sammála mér um það og þeim sem undirrita nefndarálitið af hálfu 2. minni hluta að þessir styrkir eru tæki til að hafa áhrif á skoðanir og afstöðu manna gagnvart ESB?