140. löggjafarþing — 107. fundur,  25. maí 2012.

heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.

718. mál
[14:11]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Hvað á ég að segja? Ég var að tala um (Gripið fram í.) niðurskurð í rekstri til lengri tíma. Það er allt annað mál og hefur ekkert með þessi jarðgöng að gera.

Ég vara við því að stofnkostnaður og rekstrarkostnaður séu lagðir að jöfnu hvað varðar niðurskurð ríkisútgjalda.

Eins og ég fór yfir í ræðu minni eru einhverjar líkur á því að til þurfi að koma aukið eigið fé inn í fyrirtækið en með því að ríkið láni á hagstæðum kjörum til langs tíma í verkefnið aukast líkur á því að áhættan fyrir ríkissjóð verði sem minnst. Ég hef einmitt bent á að við eigum að fara að ráðum Ríkisábyrgðasjóðs og fjármagna framkvæmdina til enda, enda tel ég það vera hina ábyrgu leið.