140. löggjafarþing — 109. fundur,  30. maí 2012.

lengd þingfundar.

[15:01]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Mér skilst að ekki sé hægt að klára málin á þinginu vegna þess að þau séu enn í nefndum og nefndir geta auðvitað ekki starfað þegar þingfundir eru þannig að það mun í rauninni ekkert gerast í þessum nefndum meðan við fundum allan sólarhringinn. Ég legg til að við hættum því málþófi sem hér er um mál sem skipta kannski ekki alveg öllu og höfum hér nefndadaga í staðinn þangað til nefndirnar hafa klárað sín mál. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)