140. löggjafarþing — 112. fundur,  4. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[21:26]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Íbúar landsbyggðarinnar, ekki frekar en aðrir íbúar landsins, hafa yfirleitt ekki kveinkað sér sérstaklega mikið yfir því að þurfa að borga í sameiginlega sjóði landsins og meira að segja þrátt fyrir það, ef horft er á töluna sem Vífill Karlsson kynnti, að þeir fái mjög lítið til baka miðað við það sem þeir borga. Með þessari tillögu er raunar verið að stuðla að því að staðan verði enn verri en hún er nú þegar, og er hún ansi slæm.

Það sem ég er að benda á er að í þeim frumvörpum sem ríkisstjórnin er núna komin fram með er ekkert tryggt hvað þetta varðar. Í frumvarpinu um veiðigjaldið er ekkert tryggt um það. Ég held að ég og hv. þm. Ólína Þorvarðardóttir þekkjum ágætlega hversu sannfærandi embættismenn fjármálaráðuneytisins geta verið. Þeir koma með sín hagkvæmnisrök, koma fram með sín rök um að það sé nú langskynsamlegast (Forseti hringir.) að ráðstafa þessu öllu í Reykjavík.