140. löggjafarþing — 113. fundur,  5. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[23:02]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Fyrr í kvöld óskaði ég eftir því að hv. þm. Þór Saari, sem hér flytur breytingartillögu sem við þurfum að greiða atkvæði um, kæmi og útskýrði fyrir hv. þingheimi hvernig hann rökstyðji hagfræðilega 99 kr. almennt veiðigjald. Það yrðu 45 milljarðar, frú forseti, sem bættust við hið sérstaka veiðigjald. Ég vil fá að vita hver er hugsunin á bak við þetta, hvort þetta sé einhvers konar björgun sjávarútvegs eða hvort meiningin sé að eyðileggja atvinnugreinina með einu stuttu slagi þannig að ríkið geti tekið yfir.