140. löggjafarþing — 116. fundur,  9. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[00:35]
Horfa

Árni Johnsen (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er gamalkunnur háttur hv. þm. Álfheiðar Ingadóttur að berja höfðinu við steininn. (ÁI: Grjót er þér hugleikið.) Já, já, það er alveg rétt, grjót er mér hugleikið af því að ég skil náttúru landsins vel og anda í gegnum hana. En það sem ég sagði í þessum efnum er allt satt og rétt. Það eru aðilar sem hafa selt kvóta sinn og það er löglegt og ég gagnrýndi það ekki. En ég gagnrýndi hins vegar tvískinnunginn að það hefði mátt selja kvóta en nú mættu menn ekki gera það í framtíðinni og það verður að taka af (ÁI: … Lilju Rafneyju.) ákveðinn rétt. Það kemur ekkert við neinum persónulegum þingmanni, hv. þm. Álfheiður Ingadóttir, (Gripið fram í: Það er ekki hægt að misskilja þetta.) engum. Þetta eru útúrsnúningar. (ÁI: Enginn manndómur í þér.)