140. löggjafarþing — 117. fundur,  9. júní 2012.

fundarstjórn.

[10:38]
Horfa

Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti Það er mikilvægt að menn taki aðeins spúlinn á dekkið í þessu máli og ég vil taka undir orð hv. þm. Björgvins G. Sigurðssonar um að þoka því áleiðis. Það er að vísu ekki nóg að mínu mati að gera það með samningum í bakherbergjum. Málið þarf að fara í ferli og meira samráð þarf að hafa við alla hagsmunaaðila. Það þarf ekki að taka langan tíma. Það eru mörg atriði sem menn eru sammála um í þessu frumvarpi en það eru ákveðin prinsippatriði sem þarf að slípa til og það eru prinsippatriði sem skipta mjög miklu máli.

Það er alveg klárt mál, virðulegi forseti, að stjórnarandstæðingar verða ekki barðir til hlýðni um að ljúka þingi á kostnað hagsmuna sjávarútvegsins, fjöreggs þjóðarinnar.