140. löggjafarþing — 118. fundur,  11. júní 2012.

heiðurslaun listamanna.

719. mál
[19:09]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við framsóknarmenn höfum nokkra sérstöðu hér í þinginu gagnvart heiðurslaunum listamanna. Við höfum skilning á því að eðlilegt er að hafa löggjöf um þessar greiðslur ef viðhalda á þeim í því formi sem verið hefur yfirleitt. Við teljum hins vegar að slík heiðurslaun séu barn síns tíma, að óeðlilegt sé að greiða einni starfsgrein sérstök heiðurslaun beint frá Alþingi. Við erum því mótfallin þessu máli.

Við viljum hins vegar ekki að þessir peningar gufi upp eða fari út úr listum. Við höfum frekar viljað setja fjármagnið í sjóð til að styrkja unga listamenn. Við erum ekki hlynnt þessari löggjöf og segjum því nei. Við viljum frekar að peningarnir fari til ungra upprennandi listamanna.