140. löggjafarþing — 120. fundur,  13. júní 2012.

heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.

718. mál
[15:40]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Hvað sem um málið má segja að öðru leyti þykir mér dapurlegt að lögin um ríkisábyrgð frá 1997 skuli numin úr gildi. Þau voru sett eftir fjögurra ára starf nefndar sem að þeim starfaði og reyndi að laga til í þeim hroða sem ríkisábyrgðin hafði verið áratugina áður. Eins og hv. síðasti ræðumaður nefndi hefur þessum lögum aðeins einu sinni verið vikið til hliðar síðan og það var í deCODE-málinu sem vakti mikla umræðu í samfélaginu og var hér afgreitt gegn atkvæðum flestra þeirra sem enn þá sitja á þinginu. Ég segi nei.