140. löggjafarþing — 121. fundur,  14. júní 2012.

orð ráðherra í sérstakri umræðu.

[14:35]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ég tek undir það sem hv. þingmaður Unnur Brá Konráðsdóttir sagði. Ég held að það sé afskaplega mikilvægt að hæstv. ráðherra útskýri orð sín, því ég hlustaði á þessa umræðu og það er útilokað, miðað við orð hæstv. ráðherra, að hún hafi verið að vísa til þeirra sem hér töluðu. Ef svo er held ég að það sé afskaplega mikilvægt að það komi skýrt fram.

Ég lýsi því líka yfir, virðulegi forseti, að ég lagði spurningar fyrir hæstv. ráðherra og þeim var ekki svarað. Þetta er orðið lenska hjá hæstv. ríkisstjórn að sleppa því bara að svara spurningum í sérstökum umræðum. Ég mun þess vegna, virðulegi forseti, setja fram skriflegar fyrirspurnir, nákvæmlega eins og þær voru hér, og ætlast til að fá þeim svarað sem allra fyrst.