140. löggjafarþing — 126. fundur,  19. júní 2012.

fjögurra ára samgönguáætlun 2011--2014.

392. mál
[11:37]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég vil gera grein fyrir því við þessa atkvæðagreiðslu að umhverfis- og samgöngunefnd hefur tekið málið til umræðu milli 2. og 3. umr. og þar á meðal tekið afstöðu til þeirra breytingartillagna sem fram hafa komið við samgönguáætlun. Nefndin sá ekki ástæðu til að breyta afstöðu sinni til málsins, hvorki í nefndaráliti né þeim breytingartillögum sem hún hafði áður lagt fram, og stendur við fyrri afstöðu sína í málinu. Við höfum hins vegar gert allmargar breytingartillögur í nefndinni við samgönguáætlun, meðal annars um flýtingu jarðganga, þar á meðal bæði Norðfjarðarganga og Dýrafjarðarganga, sem lúta að auknu fjármagni til tengivega um allt land og áherslu á fækkun einbreiðra brúa. Eftir yfirvegun milli umræðna höldum við okkur við þær breytingartillögur sem við höfum kynnt og sjáum ekki ástæðu til frekari breytinga.