141. löggjafarþing — 2. fundur,  12. sept. 2012.

stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana.

[19:50]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Tekið er fyrir eina dagskrármálið, stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana sem verður útvarpað og sjónvarpað úr Alþingishúsinu. Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir. Forsætisráðherra hefur 20 mínútur til framsögu en aðrir þingflokkar en þingflokkur forsætisráðherra hafa 12 mínútur í fyrstu umferð, í annarri umferð hafa þingflokkarnir sex mínútur en í þeirri þriðju fimm mínútur hver þingflokkur. Þingmenn utan flokka hafa fimm mínútur.

Röð flokkanna er í öllum umferðum þessi: Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri hreyfingin – grænt framboð, Framsóknarflokkur og Hreyfingin.

Ræðumenn Samfylkingarinnar verða í fyrstu umferð Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Lúðvík Geirsson, 11. þm. Suðvest., í annarri og Mörður Árnason, 11. þm. Reykv. n., í þriðju umferð.

Ræðumenn fyrir Sjálfstæðisflokk verða Bjarni Benediktsson, 2. þm. Suðvest., í fyrstu umferð, Ólöf Nordal, 2. þm. Reykv. s., í annarri umferð og Guðlaugur Þór Þórðarson, 5. þm. Reykv. s., í þriðju umferð.

Ræðumenn fyrir Vinstri hreyfinguna – grænt framboð verða Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, í fyrstu umferð, í annarri Lilja Rafney Magnúsdóttir, 6. þm. Norðvest., og í þriðju umferð Árni Þór Sigurðsson, 5. þm. Reykv. n.

Fyrir Framsóknarflokk tala Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 8. þm. Reykv. n., í fyrstu umferð, í annarri Vigdís Hauksdóttir, 8. þm. Reykv. s., og í þriðju umferð Höskuldur Þórhallsson, 6. þm. Norðaust.

Fyrir Hreyfinguna tala í fyrstu umferð Margrét Tryggvadóttir, 10. þm. Suðurk., í annarri Þór Saari, 9. þm. Suðvest., og í þriðju umferð Birgitta Jónsdóttir, 9. þm. Reykv. s.

Síðastir í fyrstu umferð tala þingmenn utan flokka: Guðmundur Steingrímsson, 8. þm. Norðvest., og Atli Gíslason, 4. þm. Suðurk.