141. löggjafarþing — 6. fundur,  19. sept. 2012.

íþróttalög.

111. mál
[17:58]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það er ljóst að íþróttahreyfingin er frjáls félagasamtök og þau fara yfir þau mál. Það er hægt að sækja um að verða aðili að Íþrótta- og Ólympíusambandinu og sú stjórn sem þar er tekur ákvörðun hverju sinni. Um það gilda ákveðnar reglur þannig að stjórnvöld hafa ekki haft skoðun á því.

Okkar hlutverk er hins vegar að koma í veg fyrir lyfjamisnotkun, ekki aðeins innan hinnar skipulögðu íþróttastarfsemi heldur líka annars staðar. Ég held að það sé okkar sjónarhorn á þetta mál. Þannig er þessum málum háttað almennt, til að svara fyrirspurn hv. þingmanns.